Chargebox Max
Chargebox Max er öflug lausn fyrir fyrir fjölmenna staði eins og verslunarmiðstöðvar, flugvelli, stofnanir og fyrirtæki. hægt er að hlaða á fljótan og öruggan hátt allar gerðir af farsímum. í hverju boxi eru 3 tegundir af hleðslutengjum, microUSB, Type-C og Apple iphone tengi.
Á hleðsluskápnum er stór og bjartur auglýsingaskjár sem eigendur eða umsjónaraðilar hafa fullan aðgang að gegnum umsjónarkerfi frá Hleðslubox. Allir hleðsluskápar frá Chargebox eru tengdir fjarvöktun sem tryggir hámarks öryggi.

Flestir nýjir snjallsímar hafa möguleika á hraðhleðslu en hugbúnaður símana leyfir aðeins hraða hleðslu ef hann þekkir hleðslutækin og snúrutengið. þessvegna getur hleðsla verið mjög hæg eða jafnvel engin frá almennum ósérhæfðum hleðslutengjum eins og t.d. USB innstungum í almenningsrýmum. En Hleðsluboxin okkar eru samhæfð við alla helstu framleiðendur snjallasíma í heiminum eins og iphone, Samsung, LG, Sony, og leyfa þar með hraðhleðslu inn á þá því hugbúnaður símana þekkir staðla frá Chargebox og heimilar fullan hleðslustyrk.
þar að auki eru öll hleðslutengi í Hleðsluboxum okkar tengd við rauntíma eftirlitskerfi í gegnum Chargebox.com sem tryggir það að allar snúrur eru ávalt í góðu lagi og tryggja hámarks öryggi fyrir síman þinn.